Færsluflokkur: Dægurmál
15.12.2008 | 09:33
Bara íslenskur þorskur!
Mikið er þetta fallega gert að frökkum!
Að fremja sölu íslenska þorsksins á frönskum markaði er að sjálfsögðu það sem við þurfum á að halda núna. Og ekki eingöngu á frönskum markaði, það væri virkilega flott ef þetta hefði áhrif á sölu íslenskra sjávarafurða í allri Evrópu.
En væri ekki betra fyrir íslansku þjóðina að við myndum flytja verkun sjávarafurðanna í land? Nú er spáð heljarinnar atvinnuleysi og eymd og volæði... Hér áður fyrr var nú alltaf hægt að fá sér vinnu "í fiski" en það er búið að leggja niður eitt frystihúsið á fætur öðru og alls ekki að því hlaupið að koma sér "í fiskinn". Nú þarf að halda hjólunum íslenska þjóðfélagsins gangandi, fólk þarf að geta komið sér á fætur á morgnanna og í vinnu alveg eins og áður. Og það þarf margar hendur til að halda fiskverkuninni gangandi... Kanski stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að skoða þetta nánar.
Kveðja, Elísa
Kaupið bara íslenskan þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Elísa Björk Jakobsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar